Námskeið hjá Auði Bergdísi 23.nóvember 2019

ATH! Námskeiðið er opið öllum 8 ára og eldri og þarftu ekki að vera nemandi hjá DSA til að taka þátt.

Auður Bergdís Snorradóttir

Laugardaginn 23.nóvember fáum við til okkar frábæran gestakennara!
Auður Bergdís er með mastersgráðu í Performing arts frá RADA í London, hún hefur kennt dans bæði á Íslandi og erlendis og er fasta kennari í 3 skólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera kennari og deildarstjóri hjá Danskompaní í Reykjanesbæ.
Auður var danshöfundur í söngleiknum Ronja Ræningjadóttir í uppsetningu Þjóðleikhússins og hefur hún samið dansa bæði fyrir leikhús og sjónvarp.
Auður er þekkt fyrir að halda uppi jákvæðu og hvetjandi andrúmslofti í tímum og miklu stuði.
Við hlökkum mikið til að fá hana í heimsókn og hvetjum sem flesta til að skrá sig.

Námskeiðið verður í boði fyrir 8 ára og eldri.
Þeir tímar sem verða í boði eru:

8-12 ára 
kl.14:00-15:00 
Tækni og spuni  2.500kr.
kl.15:15-16:15
Dansrútína, framkoma og sjálfstraust 2.500kr.
Ef þú mætir í báða tímana kostar námskeiðið 4.500kr.

13+
kl.16:45-18:45 
Tækni, spuni og progressions 
19:15-20:15 3.500kr.
Dansrútína og performance 2.500kr.
Ef þú mætir í báða tímana kostar námskeiðið 5.500kr. 

Námskeiðið fer fram í stóra salnum uppi í World Class Skólastíg (hjá sundlaug Akureyrar).

Skráning fer fram hér að neðan og þarf bara að taka fram nafn og aldur þess sem ætlar að taka þátt í námskeiðinu.

Skrá mig á námskeiðið