ATH! Námskeiðið er opið öllum 8 ára og eldri og þarftu ekki að vera nemandi hjá DSA til að taka þátt.

Laugardaginn 23.nóvember fáum við til okkar frábæran gestakennara!
Auður Bergdís er með mastersgráðu í Performing arts frá RADA í London, hún hefur kennt dans bæði á Íslandi og erlendis og er fasta kennari í 3 skólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera kennari og deildarstjóri hjá Danskompaní í Reykjanesbæ.
Auður var danshöfundur í söngleiknum Ronja Ræningjadóttir í uppsetningu Þjóðleikhússins og hefur hún samið dansa bæði fyrir leikhús og sjónvarp.
Auður er þekkt fyrir að halda uppi jákvæðu og hvetjandi andrúmslofti í tímum og miklu stuði.
Við hlökkum mikið til að fá hana í heimsókn og hvetjum sem flesta til að skrá sig.
Námskeiðið verður í boði fyrir 8 ára og eldri.
Þeir tímar sem verða í boði eru:
8-12 ára
kl.14:00-15:00
Tækni og spuni 2.500kr.
kl.15:15-16:15
Dansrútína, framkoma og sjálfstraust 2.500kr.
Ef þú mætir í báða tímana kostar námskeiðið 4.500kr.
13+
kl.16:45-18:45
Tækni, spuni og progressions
19:15-20:15 3.500kr.
Dansrútína og performance 2.500kr.
Ef þú mætir í báða tímana kostar námskeiðið 5.500kr.
Námskeiðið fer fram í stóra salnum uppi í World Class Skólastíg (hjá sundlaug Akureyrar).
Skráning fer fram hér að neðan og þarf bara að taka fram nafn og aldur þess sem ætlar að taka þátt í námskeiðinu.