5.-9.bekkur C2 og C1

5.-9. bekkur tilheyra C hópum og skiptast í C1 (2007-2009) og C2 (2010-2011)

Skrá mig í C1 (7.8.9.bekkur)
Skrá mig í C2 (5.-6.bekkur)

1Z5A7967

Í C hópum æfa börnin 2x í viku.

C1 æfir 1×1,5klst + 1x1klst á viku og
C2 2x 1klst á viku.
C hópar hafa einnig kost á að æfa allt uppí 7x í viku ef þess er óskað með því að bæta við sig VALtímum.

VAL-tímar sem eru í boði fyrir C2 á vorönn 2022 eru:
-Musical Theatre
-Hringir, stökk og teygjur (Tækni)

VAL-tímar sem eru í boði fyrir C1 á vorönn 2022 eru:
-Hringir, stökk og teygjur (Tækni)
-Musical Theatre
-Danspartý (kóreografía)
C1 hefur líka kost á að taka þátt í Level Up prógrami DSA, hægt er að lesa nánar um það með því að velja “Level Up DSA” flipann hér að ofan.

Hægt er að lesa nánar um þessa tíma undir “VAL-tímar” hér að ofan.

Grunn viðmið fyrir C hópa:
*Markmiðin í tímunum eru einstaklingsmiðuð og miðast alltaf við fyrri reynslu nemenda.

-Að nemandi upplifi dansgleði
-Að nemandi læri réttar líkamsstöður og líkamsbeitingu í tækniæfingum.
-Að nemandi öðlist líkamsstyrk og liðleika
-Að nemandi læri leikræna tjáningu í dansi og læri að nota dansinn sem list- og tjáningaform
-Að nemendi læri að vera skapandi og geti jafnvel sjálfur sett saman einfaldar rútínur
-Að nemendi læri á hvernig líkaminn hreyfist og öðlist sjálfsöryggi til að geta tekið þátt í spunaæfingum
-Að nemandi öðlist skilning á og fái tilfinningu fyrir tækniæfingum
-Að nemenda líði vel í tímum og upplifi sjálfsöryggi
-Að nemandi þroskist og vaxi í náminu

Mikil áhersla er lögð á jákvæðar og uppbyggilegar kennsluaðferðir.

Klæðnaður í tíma: Þröng föt sem gott er að hreyfa sig í, t.d. leggings og þröngur bolur. Hárið er greitt upp í teygju frá andlitinu. Nemendur hafa val um hvort þau séu á tánum, sokkum eða í tásugrifflum.

Í lok haustannar er hver hópur með sína eigin 30 mín sýningu þar sem nemendur fá æfingu í að koma fram og sýna brot úr hefðbundnum tíma og hvað þau hafa verið að gera, ásamt því að sýna dansa sem þau hafa lært yfir önnina.

Haustönn endar svo á glæsilegri sýningu Í Hofi í 28.nóv en kennt verður til 5.des

%d bloggers like this: