1.og2.bekkur E hópar

1 og 2 bekkur eru í hóp E.

Skráning í E hóp


E hópur æfir 2x í viku á virkum dögum.
Hægt er að lesa nánar um fyrirkomulag hér fyrir neðan.

IMG_2681-Edit

 1. 1. og 2. bekkur – E hópur

  E hópur æfir 2x í viku og er uppsetning tímanns líkari því sem eldri börnin þekkja. Það er áfram mikil áhersla á sjálfstyrkingu, taktvísi, dansgleði og fleira í tímunum en grunntækniæfingar eru teknar fastari tökum ásamt því að æfingar eru gerðar úr horni í stað þrautabrautarinnar sem við þekkjum úr G hópum.
  Börnin læra líka lengri rútínur og fjölbreytta dansa.

  1. og 2. bekkur geta líka bætt við sig auka VALtímum ef þau vilja æfa meira.
  VAL tímar í boði fyrir E hóp á haustönn 2022:
  -Musical Theatre
  -Musical Ballett

Hægt er að lesa meira um þessa tíma ef valið er “VAL-tímar” hér að ofan.

Grunn viðmið í E hópum

-Að nemandi upplifi dansgleði
-Að nemandi læri réttar líkamsstöður og líkamsbeitingu í tækniæfingum.
-Að nemandi læri samhæfingu líkamshluta
-Að nemendur læri að hlusta á og fylgja takti.
-Að nemandi öðlist líkamsstyrk og liðleika
-Að nemandi öðlist skilning á og fái tilfinningu fyrir grunntækniæfingum.
-Að nemenda líði vel í tímum og upplifi sjálfsöryggi
-Að nemandi þroskist og vaxi í náminu
Mikið áhersla er lögð á jákvæða og uppbyggilega kennsluhætti

Í lok haustannar er hver hópur með sína eigin 30 mín sýningu þar sem nemendur fá æfingu í að koma fram og sýna brot úr hefðbundnum tíma og hvað þau hafa verið að gera, ásamt því að sýna dansa sem þau hafa lært yfir önnina.

Vorönn 2023 endar svo á glæsilegri sýningu í Hofi 6.maí

Klæðnaður í tíma: Þröng föt sem gott er að hreyfa sig í. T.d. leggings og þröngur bolur. Hárið greitt upp í teygju frá andlitinu. Nemendur eru annað hvort á tánum, sokkum eða í tásugrifflum á æfingu.