B frh 7. – 9.bekkur


B hópurinn er fyrir framhalds nemendur í 8.-9.bekk sem hafa tileinkað sér ákveðna þekkingu og hæfni og eru tilbúnir í meira krefjandi æfingar.

B hópur æfir 3x í viku 2x 1,5 klst og 1x 1 klst.

Nemendur í B hóp geta einnig bætt við sig VALtímum og æft þá allt uppí 8 klst. á viku.
Valtímar sem eru í boði á vorönn 2022 eru:
-Jazz með Unni Önnu
-Tækni
-Musical Theatre

-Ballett


Klæðnaður í tíma: Svartur ballettbolur og svartar leggings. Gott er að hafa með sér svarta langermapeysu/bol líka fyrir gólfæfingar.
Hárið greitt upp í snúð og frá andlitinu. Nemendur hafa val um hvort þau séu á tásunum, sokkunum eða í tásugrifflum.

Vorönn endar á glæsilegri sýningu í Hofi 6.maí

Grunn viðmið fyrir B hóp:
*Markmiðin í tímunum eru einstaklingsmiðuð og miðast alltaf við fyrri reynslu nemenda.

-Að nemandi upplifi dansgleði
-Að nemandi læri réttar líkamsstöður og líkamsbeitingu í tækniæfingum.
-Að nemandi öðlist líkamsstyrk og liðleika
-Að nemandi læri leikræna tjáningu í dansi og læri að nota dansinn sem list- og tjáningaform
-Að nemendi læri að vera skapandi og geti sjálfur sett saman rútínur
-Að nemendi læri á hvernig líkaminn hreyfist, hvaða vöðva við notum í framkvæmd einfaldari og flóknari æfinga
-Að nemandi öðlist sjálfsöruggi til að geta tekið þátt í spunaæfingum
-Að nemandi öðlist skilning á og fái tilfinningu fyrir grunn- og flóknari tækniæfingum
-Að nemenda líði vel í tímum og upplifi sjálfsöryggi
-Að nemandi þroskist og vaxi í náminu

Mikil áhersla er lögð á sjálfstyrkingu og uppbyggilegar kennsluaðferðir.