Um DSA

Dansstúdíó Alice var upprunalega stofnað uppúr 1975 af Helgu Alice Jóhanns. og var fyrsti Jazz dansskóli Akureyrar.
Skólinn var starfandi til ársins 1992 í sinni upprunalegu mynd en árið 2014 enduropnaði Katrín Mist Haraldsdóttir, dóttir Helgu Alice skólann aftur og rekur hún skólann í dag.

Helga Alice Jóhanns.

Dansstúdíó Alice (DSA) býður uppá dansnám fyrir börn og fullorðna frá 2 ára aldri, ásamt því að bjóða uppá námskeið fyrir 18-24 mánaða. Haustið 2021 opnaði svo heilsuræktarstöðin DSA heilsa sem er hreyfisamfélag fyrir konur.

DSA og DSA heilsa eru til húsa í Glerárgötu 28, 2.hæð.

Katrín Mist Haraldsdóttir
Nemendur 6-13 ára æfa í heimahóp (jazzhóp) 2x í viku og hafa svo kost á að æfa allt uppí 7x í viku með því að bæta við sig mismunandi VAL-tímum. 
(Hægt er að sjá yfirlit yfir þá valtíma sem eru í boði með því að velja “VAL-tímar” efst á síðunni).

Börn 1,5-5 ára æfa 1x í viku á laugardögum.

Nemendur 15 ára og eldri æfa fast 4x í viku (6-7klst).