Fimleikar fyrir dansara

Kenndar eru gólf- og acro æfingar ásamt stökkum sem nýtast dönsurum. Einnig verða teknar fyrir styrktar og liðleikaæfingar sem hjálpa nemendum að ná betri árangri í æfingunum.
Tíminn er kenndur af reyndum fimleikaþjálfara.
Fimleikatíminn er í boði fyrir 1.-8.bekk. (E2,E1,D, C1, C2 og B hóp).
Nemendum er skipt upp í 2 hópa eftir aldri. E2, E1 og D saman og C1,C2 og B saman.

Klæðnaður: Þröng föt, t.d. hjólabuxur og þröngur bolur eða fimleikabolur. Hárið greitt upp í teygju frá andlitinu og á tánum.
*Fimleikaþjálfari kennir tímann.