Verðskrá

Til að fá upplýsingar um verðskrá er best að senda okkur tölvupóst á [email protected]

Hægt er að nýta FRÍSTUNDARSTYRKINN hjá okkur frá flestum sveitafélögum.
Hjá Akureyrarbæ fá börn 6-17 ára styrk frá bænum sem hægt er að nýta í íþróttir og tómstundir. Þegar þú staðfestir skráninguna þína í Sportabler getur þú hakað við að nýta styrkinn þar.
Til þess að nýta styrkinn frá öðrum sveitafélögum skráiru þig inní Sportabler og greiðir, ferð svo með kvittunina í þitt sveitafélag og þau endurgreiða allt að upphæð styrksins.

Allir nýjir nemendur eru velkomnir í prufutíma í byrjun annar, ef pláss er í hópnum. Vinsamlegast hafið samband á [email protected] fyrir prufutíma.
Ef nemandi mætir í viku 2 er gert ráð fyrir að nemandi ætli að nýta plássið sitt og greiði skólagjöld fyrir alla önnina.

*Skólagjöld eru ekki endurgreidd eftir að prufuviku lýkur, þó nemandi hætti á miðri önn. Þegar nemandi mætir í viku tvö í HEIMAhóp eða VALtíma nr.2 tekur hann frá pláss í hópnum og þarf því að fullgreiða önnina.
Ástæðan fyrir þessu er að nemandi hefur tekið frá pláss í hópnum sem ekki er hægt að fylla á miðri önn.

Velkomið er að skipta greiðslum ef þess er óskað og er hægt að velja um greiðsludreyfingu þegar skráning er staðfest í kerfinu.
Ath að einnig þarf að fullgreiða skólagjöld sem sett eru í greiðsludreifingu þó nemandi hætti áður en önninni lýkur.

Afskráningar skulu berast á [email protected] mikilvægt er að láta vita eins fljótt og hægt er ef nemandi ákveður að hætta.