VAL-tímar

Okkur finnst mikilvægt að geta bæði mætt kröfum þeirra sem vilja æfa bara sér til gamans og þeirra sem stefna lengra, vilja jafnvel keppa í dansi eða stefna á áframhaldandi nám og atvinnu í greininni.

Við bjóðum því uppá aukatíma í mismunandi stílum svo nemendur hafi greiðari kost á því að bæta við sig meiri þekkingu og fjölbreyttni.

*Misjafnt er eftir aldri hvaða Val-tímar eru í boði.
*Lágmarksskráning verður að nást til þess að tímarnir séu kenndir.

Skráning í Valtímana fer fram á [email protected] og þarf í framhaldi að því þegar búið er að staðfesta að tíminn verði kenndur að staðfesta skráningu með greiðslu í Nóri kerfinu á https://rosenborg.felog.is/IMG_2941-Edit

Valtímarnir eru kenndir í 10 vikur óháð lengd annar og kosta 9.900kr. hver.
Ef nemandi er ekki í heimahóp (jazz-hóp) og vill bara vera í t.d. söngleikjadansi eða öðrum tíma sem er líka opinn þeim sem ekki vilja vera í jazzinum kostar önnin í tímann 19.900kr. Ef nemandi vill bæta við sig fleiri en einum valtíma án þess að tilheyra heimahóp kostar tími tvö 9.900kr.

 

 


Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]


%d bloggers like this: