Heimilið okkar og aðstaða

Við eigum heima í Glerárgötu 28, 2 hæð.

Við bjóðum uppá fyrsta flokks aðstöðu til dansæfinga.
Í báðum sölum er sérstakt dansgólf með fjöðrun í sem léttir álag á liði og vöðva.

Fjöðrunin styður einnig betur við hreyfingar dansarans með því að endurkasta orku í hoppum, stökkum og öðrum orku miklum hreyfingum sem minkar líkur á beinhimnubólgu og öðrum álagsmeiðslum.

Í stóra salnum er einnig sérstakur dansdúkur yfir gólfinu sem er sama gólfefni og notað er á sýningum og mótum.
Dúkurinn er framleiddur sérstaklega fyrir dans og er því hvorki of stamur né of sleipur heldur akkurat fullkominn fyrir dansara. Á dúknum getum við rennt okkur í gólfinu, snúið, hoppað, stokkið og dansa af krafti vandræðalaust.
Í stóra salnum eru einnig ballettstangir á öllum veggjum.

Allt húsnæðið er einnig sérstaklega vel hljóðeinangrað, bæði í lofti, gólfi og veggjum og berst því lítið sem ekkert hljóð milli rýma í húsnæðinu.

Við erum einnig með rúmgóðan búningsklefa með sturtum og stórt og notalegt samrými þar sem foreldrar geta fengið sér kaffi og nemendur setið og spjallað, borðað nesti eða dundað sér saman fyrir og eftir tíma.

Við bjóðum einnig uppá að hægt sé að leigja hjá okkur sal fyrir kl.15:00 á virkum dögum og eftir kl.13:00 um helgar.
(Ath að tímasetningar eru meira sveigjanlegar á sumrin).
Húsnæðið hentar vel fyrir t.d. leikhópa, dansara eða aðra sköpun.
Vinsamlegast hafið samband á [email protected] fyrir nánari upplýsingar um salarleigu.

Við tökum við líka vel á móti gæsa-, steggja-, og öðrum sprellhópum og er hægt að hafa samband við okkur á [email protected] fyrir þess háttar bókanir.