
Í þessum tíma verður lögð áhersla á styrktar-, þol-, tækni-og teygjuæfingar sem gerðar eru til að bæta stökk og hringi. Krefjandi og skemmtilegir tímar fyrir nemendur sem vilja ná árangri hraðar.

Tækni tíminn er í boði fyrir 5.-9.bekk (C og B hópa)
Klæðnaður: Þröng svört föt. T.d. Leggings og ballettbolur eða hlýrabolur.
Hárið fest upp í teygju frá andlitinu.
Nemendur eru á tánum, sokkum eða í tásugrifflum.