22+ F

22 ára og eldri tilheyra F hóp sem er hugsaður fyrir fullorðna, bæði konur og karla.


Hópurinn æfir 1x í viku í 1,15 klst. Frábær félagsskapur, skemmtilegir tímar þar sem allir dansa með sínu nefi.
Við gerum góða upphitun sem inniheldur styrk, liðleika og flæðiæfingar, gerum skemmtilegar æfingar úr horni, hringi, stökk og fleira. Seinni hluti tímanns fer í að dansa og eru dansarnir mismunandi eftir önnum.
Tíminn er byggður upp í Jazzdans formi og er skemmtileg “allskonar blanda”.
Æfingar eru teknar héðan og þaðan úr, Jazzi, modern, contemporary og ballett og dansarnir yfirleitt í jazz formi.

Allir velkomnir bæði byrjendur og fyrrum dansstjörnur. Tilvalið fyrir vinkonuhópa sem vilja gera eitthvað skemmtilegt saman 1x í viku og svitna aðeins í leiðinni.

Vorönn endar svo á glæsilegri sýningu Í Hofi í 6.maí