Musical Theatre

Skemmtilegir danstímar þar sem áhersla er lögð á framkomu, sjálfsöryggi og leikræna tjáningu.

Þessi tími er frábær fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í söngleikjum, Dance World Cup eða öðrum sviðslistatengdum verkefnum. 
Musical Theatre tímarnir eru í boði fyrir börn í 1.-4.bekk (E+D hópa) og 5.-9.bekk (C1, C2 og B hóp).
*Einnig er í boði að skrá sig bara í Musical Theatre án þess að tilheyra heimahóp líka.

Klæðnaður: Þægileg föt sem gott er að hreyfa sig í, nemendur eru á tánum,  í sokkum eða tásugrifflum.
Hárið greitt upp í teygju frá andlitinu.

Musical Theater eldri á sýningunni okkar Galdrakarlinn í Oz 2022
Musical Theater yngri og eldri á Vorsýningu DSA 2022 Galdrakarlinn í Oz
Úr tíma hjá söngleikjahópur yngri í haustönn 2021