Dansstúdíó Alice var upprunalega stofnað uppúr 1975 af Helgu Alice Jóhanns. og var fyrsti Jazz dansskóli Akureyrar.
Skólinn var starfandi til ársins 1992 í sinni upprunalegu mynd en árið 2014 enduropnaði Katrín Mist Haraldsdóttir, dóttir Helgu Alice skólann aftur og rekur hún skólann í dag ásamt Ingibjörgu Rún Jóhannesdóttur sem hefur starfað hjá skólanum frá 2014 en kom inn sem meðeigandi árið 2023.
Ásamt því að vera dansskóli rekur DSA einnig heilsuræktarstöð sem heitir DSA heilsa sem býður upp á fjölbreytta tíma fyrir konur á öllum aldri.

Dansstúdíó Alice (DSA) býður uppá dansnám fyrir börn og fullorðna frá 2 ára aldri, ásamt því að bjóða uppá námskeið fyrir 18-24 mánaða.
Nemendur 6 og eldri ára æfa í heimahóp (jazzhóp) 2x í viku og hafa svo kost á að æfa allt upp í 9x í viku með því að bæta við sig mismunandi VAL-tímum.
(Hægt er að sjá yfirlit yfir þá valtíma sem eru í boði með því að velja “VAL-tímar” efst á síðunni).
Börn 1,5-5 ára æfa 1x í viku á laugardögum.
Við erum til húsa í Hrísalundi 5.


