
Í þessum tímum verður boðið upp á grunntækni í klassískum ballett. Tíminn verður kenndur á hefbundinn hátt; æfingar gerðar við stöng og einnig á gólfi. Farið verður í gegnum öll grunnatriði balletttíma og orðaforðinn kenndur.
Í Musical Ballett er notast við söngleikjatónlist í og klassíska tæknin kennd í gegnum skemmtilegar æfingar með söngleikjaívafi.
Við bjóðum uppá Musical Ballett fyrir E og D hóp.
C1 og B hópur geta einnig valið Ballett sem valtíma og fara þær þá inní skyldu Ballett tímann hjá A hóp.
*Við bjóðum einnig uppá að hægt sé að æfa bara Ballett 1x í viku án þess að tilheyra heimahóp líka.
Klæðnaður:
Svartur ballettbolur, bleikar sokkabuxur, í ballettskóm.
Nemendur skulu vera með hárið uppi, fest vel frá andlitinu.
Ballettbolir, sokkabuxur og tátiljur fást bæði í Arena dansverslun og Ástund. Báðar verslanir eru staðsettar í Reykjavík en hægt er að panta og fá sent.