Söngleikjadans

IMG_2949-Edit

Í þessum tímum eru kenndir dansar við lög úr söngleikjum, unnið í túlkun og framkomu, farið í leiklistarleiki og nemendur hvattir til að syngja með á meðan þau dansa.
Þessi tími er frábær fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í söngleikjum eða öðrum sviðslistatengdum verkefnum.
Söngleikjadanstímarnir eru í boði sem valtímar fyrir nemendur í 5.bekk og eldri (C1, C2 og B hóp) en einnig er í boði að skrá sig bara í Söngleikjadans án þess að tilheyra heimahóp líka og æfa þá 1x í viku.

Klæðnaður: Þægileg föt sem gott er að hreyfa sig í, nemendur eru á tánum,  í sokkum eða tásugrifflum.
Hárið greitt upp í teygju frá andlitinu.