5.-8.bekkur C2 og C1

5.-8. bekkur tilheyra C hópum og skiptast í C1

Skrá mig í C1
Skrá mig í C2

1Z5A7967

Í C hópum æfa börnin 2x í viku 1klst í senn.

C hópar hafa einnig kost á að æfa allt uppí 8x í viku ef þess er óskað með því að bæta við sig VALtímum

VAL-tímar sem eru í boði fyrir C1 og C2 hópa á haustönn 2025 eru:
-Musical Theatre
-Ballet/Tækni
-Fimleikar fyrir dansara
-Commercial
-Leiklist

Hægt er að lesa nánar um þessa tíma undir “VAL-tímar” hér að ofan.

Grunn viðmið fyrir C hópa:
*Markmiðin í tímunum eru einstaklingsmiðuð og miðast alltaf við fyrri reynslu nemenda.

-Að nemandi upplifi dansgleði
-Að nemandi læri réttar líkamsstöður og líkamsbeitingu í tækniæfingum.
-Að nemandi öðlist líkamsstyrk og liðleika
-Að nemandi læri leikræna tjáningu í dansi og læri að nota dansinn sem list- og tjáningaform
-Að nemendi læri að vera skapandi og geti jafnvel sjálfur sett saman einfaldar rútínur
-Að nemendi læri á hvernig líkaminn hreyfist og öðlist sjálfsöryggi til að geta tekið þátt í spunaæfingum
-Að nemandi öðlist skilning á og fái tilfinningu fyrir tækniæfingum
-Að nemenda líði vel í tímum og upplifi sjálfsöryggi
-Að nemandi þroskist og vaxi í náminu

Mikil áhersla er lögð á jákvæðar og uppbyggilegar kennsluaðferðir.

Klæðnaður í tíma:
-Þröng föt sem gott er að hreyfa sig í, t.d. leggings og þröngur bolur.
-Hárið er greitt upp í teygju frá andlitinu.
-Nemendur hafa val um hvort þau séu á tánum, sokkum eða í tásugrifflum.

Haustönn endar glæsilegri sýningu í hátíðarsýningu í Hofi.