Level up extreme

“Level up Extreme” er hæfileikamótunarprógram DSA fyrir eldri nemendur í C1, B og A hóp.

Level up hentar áhugasömum og metnaðarfullum nemendum sem vilja æfa meira, vaxa hraðar og fá auknar áskoranir í dansnáminu sínu. 

Í Level up Extreme munu þau fá þjálfun í fjölbreyttum dansstílum ásamt leiklist og söng en aðal áherslan verður á dans, tjáningu og framkomu.

Nemendur æfa 8,25-9,25 klst. á viku tímarnir skiptast niður á eftirfarandi tíma:
– Heimahópur 2x 1,5 klst á viku (fer eftir heimahóp)
– Level up Extreme 2x 1 klst. á viku
– Ballett og Lyrical 1x 75 mín á viku
– Tækni 1x 1 klst. á viku
– VALtími að eigin vali 1x 1 klst. á viku
– VALtími að eigin vali 1x 1 klst. á viku
Nemendur geta svo bætt við sig fleiri valtímum utan prógramsins að eigin vali ef þau vilja.

Í Level up Extreme tímum verður unnið í lotum og er fókusinn settur á einn dansstíl í hverri lotu.

Teknir verða fyrir mismunandi dansstílar, búin til atriði og nemendum einnig sett fyrir heimavinna annað slagið sem þau koma með tíma. Hver lota endar á uppskeru svo sem video-i, foreldra sýningu og svo hátíðarsýningunni.

Nemendur í Level up fá einnig sérmerktan ballettbol sem er innifalinn í verði námskeiðsins.
Ætlast er til að nemendur klæðist bolnum í tíma ásamt svörtum leggings.

Nánari upplýsingar um kennsluáætlun Level up prógramsins er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á [email protected]

Kennarar Level up Extreme vorið 2025 verða:
Ingibjörg Rún/Eydís – Level up tímar 2x 1 klst á viku
Eydís – Ballett og Lyrical – 1x 75 mín á viku
Eydís – Tækni – 1x 1 klst á viku
Heimahópskennari A hóps er Eydís Gauja
Gestakennarar á haustönn verða Chantelle Carey og Katrín Mist

Verð fyrir vorönn 2025

A hópur: 157.300 kr.
B og C1 hópur: 148.000kr

Takmarkað pláss er í hópinn og tekið er inn eftir umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 8.janúar 2025