Katrín Mist

Katrín Mist Haraldsdóttir

Eigandi og framkvæmdarstjóri DSA og DSA heilsu

Katrín Mist hóf dansnám sitt mjög ung að aldri hjá mömmu sinni í Dansstúdíó Alice og hefur dansað allar götur síðan. 

Hún hefur stundað dansnám og sótt námskeið á Íslandi, New York og London.

Eftir útskrift úr menntaskóla 2009 var Katrín ráðin sem dansari hjá Leikfélagi Akureyrar í sýningunni Rocky Horror. Þegar því verkefni lauk fluttist hún til New York þar sem hún stundaði háskólanám í leiklist.

Frá útskrift úr leiklistarskólanum hefur Katrín Mist tekið þátt í fjölda sýningum sem leikari, dansari og söngvari (nýlegustu verkefni eru: 9 Líf, Emil í Kattholti og Matthildur í Borgarleikhúsinu). 

Ásamt vinnu sinni á sviðinu hefur hún einnig verið höfundur dans- og sviðshreyfinga í verkefnum hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyarar og í sjálfstæðu senunni.

Hún hefur einnig hlotið tilnefningu til Grímuverðlauna í flokknum “höfundur dans- og sviðshreyfinga”. 

Meðfram vinnu sinni í leikhúsum og rekstri DSA hefur Katrín einnig verið danshöfundur fjölda tónleikasýninga og sjónvarpsþátta. 2020 dansaði Katrín og var aðstoðar leikstjóri og aðstoðar danshöfundur í Söngvakeppni sjónvarpsins á Rúv.

Í dag starfar Katrín Mist sem leikari hjá Borgarleikhúsinu ásamt því að reka DSA.

Í vetur mun Katrín koma sem gestakennari hjá eldri nemendum, sjá um og semja atriði fyrir keppnislið DSA og leikstýra hátíðar- og vorsýningum DSA.

.