Ingibjörg Rún Jóhannesdóttir
Eigandi og rekstrarstjóri DSA og DSA heilsu
Ingibjörg Rún hóf dansnám sitt hjá Point Dansstúdíó á Akureyri og hélt svo áfram námi sínu hjá DSA þar sem hún hóf svo einnig störf sem kennari árið 2014.
Ásamt því að æfa og kenna hjá DSA síðastliðin 9 ár hefur Ingibjörg einnig verið dugleg við að sækja námskeið erlendis, bæði í New York og London.
Ingibjörg hefur tekið þátt í mörgum fjölbreyttum verkefnum sem dansari og hefur einnig samið mikið fyrir keppnislið DSA og aðra DSA tengda viðburði.
2016 tók Ingibjörg einnig við kennslu sem Barre kennari hjá DSA og hefur hún sótt námskeið og lært til réttinda í því fagi. Ásamt dansinum hefur Ingibjörg mikla ástríðu fyrir heilsurækt. Hún brennur fyrir mikilvægi uppbyggilegra kennsluhátta og er þekkt fyrir einstaklega hvetjandi og skemmtilega tíma sem skila árangri.
Ingibjörg mun kenna Barre og fleiri tíma hjá DSA heilsu í vetur og þjálfa Level Up Extreme hóp DSA ásamt því að vera rekstrarstjóri og yfirkennari hjá DSA og DSA heilsu.

























