Eydís Gauja

Eydís Gauja byrjaði að dansa hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar þegar hún var 4.ára, skipti svo yfir í Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þar af Nútímadansbraut árið 2022.

Veturinn 2022-2023 stundaði hún svo nám hjá International Dance Academy í Kaupmannahöfn og Los Angeles, þar sem hún útskrifaðist með Diplómu vorið 2023.

Eydís Gauja dansað með Forward danshópnum veturinn 2021-2022.
Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum danskeppnum erlendis og t.d unnið til gullverðlauna með danshópnum The Vikings á Heimsmeistaramóti The World Lyrical Dance Federation.
Auk þessa hefur Eydís Gauja stundað nám hjá t.d. Chantelle Carey og Dilly Greasley auk þess að sækja ýmis danstengd námskeið. Eydís Gauja hefur tök á flestum dansstílum.
Veturinn 2023-2024 kenndi Eydís Gauja við Listdansskóla Íslands, var þar með yngsta stig og hafði umsjón með forskóla Listdansskólans. Eydís Gauja hefur tekið þátt í ýmsum danssýningum t.d dansað í Áramótaskaupi Sjónvarpssins og í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Auk þess hefur Eydís Gauja dansað með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur til fjölda ára og er dansari í sýningarhóp Þjóðdansafélagsins.