DWC – Umsókn

Smelltu hér til að opna umsóknarformið

Hrafnheiður, Margrét og Inga Karen

Íslandsmótið í listdansi sem einnig verður undankeppni Dance World Cup 2022 verður haldin í Borgarleikhúsinu 14.mars 2022 (Ath þetta er mánudagur).

Við bjóðum áhugasömum nemendum að sækja um pláss í liði DSA í ár og munum við fylgjast með þeim sem sækja um í tímum.
Gott er að hafa í huga að stutt er í mótið og mun þetta þýða mikið auka æfingaálag. Þátttöku fylgir einnig kostnaður fyrir t.d. æfingar, búninga, mótsgjöld, ferðinni suður og fleira ef keppandinn kemst áfram á loka mótið.

Lið DSA hefur náð góðum árangri á mótinu síðustu ár og hlökkum við mikið til að hefjast handa með nýjum hóp.