
Birta Ásmundsdóttir útskrifaðist með BA gráðu úr Listaháskóla Íslands af Samtímadansbraut vorið 2022. Útskriftarverkið hennar þaðan, sem hún samdi og dansaði í, var svo sýnt á Reykjavík Dance Festival sama ár.
Eftir útskrift vann hún sem starfsnemi við gerð verkanna Sund og Óbærilegur léttleiki knattspyrnurnar í Tjarnarbíó, þar sem hún aðstoðaði við sviðshreyfingar og kóreógrafíu.
Síðan þá hefur hún unnið sem danshöfundur í ýmsum verkum líkt og Lónið, Hlið við Hlið söngleiknum og alþjóðlega samstarfsverkefninu Unfinished Tales, sem var unnið að í Kaupmannahöfn og sýnt í Helsinki og Reykjavík.
Einnig hefur hún unnið sem dansari í Söngvakeppni Rúv, á sviði með Hatara og svo dansað fyrir nokkrar auglýsingar sem og tónlistarmyndbönd.
Meðfram því hefur hún einnig ferðast víða og stundað residensíur og workshop í meðal annars París, Litháen, Kýpur og Helsinki.
