
Í þessum tímum verður boðið upp á grunntækni í klassískum ballett. Tíminn verður kenndur á hefbundinn hátt; æfingar gerðar við stöng og einnig á gólfi. Farið verður í gegnum öll grunnatriði balletttíma og orðaforðinn kenndur.
Á vorönn 2021 bjóðum uppá BallettVAL fyrir nemendur í E,D,C1,C2 og B hóp.
*Við bjóðum einnig uppá balletttíma fyrir 4-5 ára).

Klæðnaður:
Svartur ballettbolur, bleikar sokkabuxur, í ballettskóm.
Nemendur skulu vera með hárið uppi, fest vel frá andlitinu.
Nemendur DSA fá afslátt af ballett og fimleikavörum hjá https://www.pollyanna.is/ gegn framvísun skólaskírteinis bæði í búð og í vefverslun.