18-24 mán

Námskeiðið fyrir 18-24 mánaða er 1x í viku í 10 vikur.
Tímarnir eru kenndir á laugardögum

Á námskeiðinu er aðal áherslan dans, en við blöndum leiklist og söngvum með inní kennsluna.
Einnig notumst við við ýmsa brúðu karaktera, klúta, dýnur og fleira dót sem hjálpar okkur að ná til barnana og brjóta upp tímana.

Áhersla er lögð á að byggja upp sjálfstraust hjá börnunum, auka hreyfiþroska, taktvísi og samhæfingu og að dansgleðin sé í fyrirrúmi.

Okkur finnst mikilvægt að börnin séu markvist að læra eitthvað en það sé á sama tíma skemmtilegt og þroskandi.

Foreldrar taka virkan þátt í tímunum eins og þurfa þykir.

Kennari á vorönn 2021 er Ingibjörg Rún og verður Aldís Lilja aðstoðarkennari hópsins.