DSA HEILSA

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA KORT

“DSA HEILSA” er heilsuræktar samfélag fyrir konur.

Við bjóðum uppá bæði styrk- og þolfimitíma fyrir konur á öllum aldri. 

Við leggjum áherslu á tíma þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd, mýkt, stemmningu og forðumst pissupressandi æfingar og hopp (nema fyrir þá sem vilja).

Tímarnir sem við bjóðum uppá eins og er eru Barre, HOT-Barre, Zumba, Heitir-Zumba tímar, Pallaþrek, MRL (Miðja, rass og læri), Teygjur og slökun og Flexy föstudagar sem eru mjúkir teygju- og styrktartímar.
Inn á milli munum við bjóða uppá aðra áhugaverðatíma og annað skemmtilegt og nærandi sem okkur, eða ykkur dettur í hug.
Það hafa sem dæmi komið upp óskir um tíma í gömlu góðu Jane Fonda leikfiminni og er aldrei að vita nema við verðum mættar í spandex gallann og svitabuxurnar þegar á líður.

Okkur langar að búa til samfélag kvenna sem nýtur þess að hreyfa sig saman, fer mögulega á Happy hour 1x í mánuði eða jafnvel í fjallgöngu. Við erum nú þegar búnar að útnefna skemmtinefndarstjóra og tökum fleiri framboðum í skemmtinefnd fagnandi! 


Við erum til húsa í Glerárgötu 28. 2.hæð, þar eru tveir salir, báðir með fjöðrun í gólfi sem léttir álag á liði, hitablásarar fyrir heita tíma og speglar. Þar er líka björt og notaleg aðstaða frammi til að setjast niður og fá sér kaffi eða spjalla fyrir og eftir tíma, eins er þar búningsaðstaða og sturtur fyrir þá sem vilja nýta sér það.

Skráning í tímana fer fram í Sportabler og hægt er að kaupa bæði 1 mánuð, 3 mánuði, annarkort eða áskriftarsamning.
Þær konur sem kaupa 5 mánaða annarkort hafa einnig aðgang að fullorðins Jazz danstímunum hjá DSA (F hóp).

Við bjóðum allar konur velkomnar í frían prufutíma. Hægt er að kaupa kort hér, eða mæta á staðinn og fá aðstoð frá frábæru kennurum DSA heilsu.


Kennarar í DSA Heilsu eru Ingibjörg Rún og Eva Reykjalín

Algengar spurningar

Hvað er Barre?
-Barre tímarnir okkar hafa verið mjög vinsælir frá því að við byrjuðum með þá 2015.
Tímarnir byggjast uppá styrktar- liðleika- og jafnvægisæfingum við ballett stangir og úti á gólfi.
Tímarnir styrkja og tóna vöðva líkamanns, bæta jafnvægi, liðleika og líkamsstöðu.
Æfingarnar eru allar stöðuæfingar og engin hopp og hamagangur.

Þarf ég að vera dansari til að mæta í DSA heilsu?
-Nei alls ekki. DSA heilsa er hugsað fyrir konur á öllum aldri sem vilja rækta líkama og sál.

Get ég mætt í morguntíma og seinni parts tíma á mis, ef ég er t.d. í vaktavinnu?

-Já korthafar geta mætt í alla tíma í tímatöflunni eins oft í viku og þeir vilja.

Zumba fitness – hvað er það?
Zumba er skemmtileg líkamsrækt byggð á danssporum í takti við suðræna tónlist þar sem allir geta tekið þátt. Sporin eru einföld og tónlistin grípandi.
Tímarnir einkennast af mikilli gleði og stemmningu. Notast er við spor úr salsa, merenque, reggaeton, cumbia og fleirum.
Í sporunum er notast við eigin líkamsþyngd og mikil áhersla er lögð á „core“ svæðið, miðjuna,magann og bakið, og að beita líkamanum sem best. Hver og ein getur stjórnað sínum hraða og hreyfingum og hvort hún hoppar eða ekki. Miðar út frá sjálfri sér. Mjög góð þolþjálfun með styrk í bland.

Mikil hvatning er frá kennaranum í Zumba og markmiðið er að næra líkama og sál með gleði-hormónum og svitaperlum. Að stelpu-konurnar gangi út úr tímunum beinar í baki og stoltar afsjálfum sér.

Lagt er upp úr að skemmta sér við að gera skemmtilega líkamsrækt og mynda partý stemmningu.

Zumba toning tímarnir eru byggðir svipað upp. Í þeim er dansað með létt handlóð til að tóna efrihluta líkamans. Tímarnir eru með aðeins einfaldari sporum og einnig er lögð áhersla styrk eins og á maga, rass & læri. Gleðin er auðvitað einnig með þar og grípandi tónlist. Góðir tímar fyrir allar.

Zumba „heitur“ eru mjög góðir tímar og eru byggðir upp eins og Zumba en með aðeins rólegri lögum í hitanum. Það er svo yndislegt að dansa og mýkja sig í hitanum og vinna með styrk í leiðinni. Svitna vel og líða dásamlega á eftir.

Já, Zumba er fyrir alla.
Nei, þú þarft ekki að hafa æft dans.
Já, kennarinn mun umvefja þig og taka VEL á móti þér
.


Hvað eru flexý föstudagar?
-Föstudagarnir verða fjölbreyttir. Við ætlum að halda þeim meira opnum og bjóða uppá mismunandi tíma eftir vikum.

Þarf að skrá sig í tíma?
-Já við munum notast við Sportabler appið þar sem auðvelt verður að skrá sig í tíma og skipuleggja æfingavikuna.

INGIBJÖRG RÚN
KENNARI OG DEILDARSTJÓRI DSA HEILSU

EVA REYKJALÍN
KENNARI
INGUNN EMBLA
KENNARI