
Í haust ætlum við að opna nýtt leikfimi samfélag fyrir konur undir nafninu “DSA HEILSA”.
DSA HEILSA mun bjóða uppá bæði styrk- og þolfimitíma fyrir konur á öllum aldri.
Við ætlum að leggja áherslu á tíma þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd, mýkt, stemmningu og forðast pissupressandi æfingar og hopp (nema fyrir þá sem vilja).
Tímarnir sem við munum bjóða uppá til að byrja með verða Barre, HOT-Barre, Zumba, HOT-Zumba, “Miðja, rass og læri” og Flexy föstudagar. Inn á milli munum við bjóða uppá mjúka teygjutíma og annað skemmtilegt og nærandi sem okkur, eða ykkur dettur í hug.
Það hafa sem dæmi komið upp óskir um tíma í gömlu góðu Jane Fonda leikfiminni og er aldrei að vita nema við verðum mættar í spandex gallann og svitabuxurnar þegar á líður.
Okkur langar að búa til samfélag kvenna sem nýtur þess að hreyfa sig saman, fer mögulega á Happy hour 1x í mánuði eða jafnvel í fjallgöngu. Við erum nú þegar búnar að útnefna skemmtinefndarstjóra og tökum fleiri framboðum í skemmtinefnd fagnandi!
Við hefjum fjörið 30.ágúst með opinni viku (30.ágúst – 4.sept) þar sem við bjóðum allar konur velkomnar í alla tíma vikunar án endurgjalds.
Við erum til húsa í Glerárgötu 28. 2.hæð, þar eru tveir salir, báðir með fjöðrun í gólfi sem léttir álag á liði, hitablásarar fyrir heita tíma og speglar. Þar er líka björt og notaleg aðstaða frammi til að setjast niður og fá sér kaffi eða spjalla fyrir og eftir tíma, eins er þar búningsaðstaða og sturtur fyrir þá sem vilja nýta sér það.
Skráning í tímana mun fara fram í Sportabler og verður hægt að kaupa bæði 1 mánuð í senn eða alla önnina (sept-des).
Við opnum fyrir kortasölu 30.ágúst
Kennarar í DSA Heilsa verða Ingibjörg Rún, Eva Reykjalín og Ingunn Embla
Vonumst til að sjá ykkur sem flestar í september.

Algengar spurningar
Hvað er Barre?
-Barre tímarnir okkar hafa verið mjög vinsælir frá því að við byrjuðum með þá 2015.
Tímarnir byggjast uppá styrktar- liðleika- og jafnvægisæfingum við ballett stangir og úti á gólfi.
Tímarnir styrkja og tóna vöðva líkamanns, bæta jafnvægi, liðleika og líkamsstöðu.
Æfingarnar eru allar stöðuæfingar og engin hopp og hamagangur.
Þarf ég að vera dansari til að mæta í DSA heilsu?
-Nei alls ekki. DSA heilsa er hugsað fyrir konur á öllum aldri sem vilja rækta líkama og sál.
Get ég mætt í morguntíma og seinni parts tíma á mis, ef ég er t.d. í vaktavinnu?
-Já korthafar geta mætt í alla tíma í tímatöflunni eins oft í viku og þeir vilja.
Hvað eru flexý föstudagar?
-Föstudagarnir verða fjölbreyttir. Við ætlum að halda þeim meira opnum og bjóða uppá mismunandi tíma eftir vikum.
Þarf að skrá sig í tíma?
-Já við munum notast við Sportabler appið þar sem auðvelt verður að skrá sig í tíma og skipuleggja æfingavikuna.